Verkefni koala

Koala ráðgjöf hefur tekið að sér verkefni á ýmsum sviðum, en starfar mestmegnis í ferðaþjónustu- og fjarskiptageiranum. Koala veitir ráð í upplýsingatækni, verkefnastýringu og vef- og markaðsmálum. 

 
 
LJO-Merki_Standandi_rgb.png

Ljósleiðarinn

Koala kom að því að endurmarka vörumerkið Ljósleiðarinn fyrir Gagnaveitu Reykjavíkur. Framkvæmd var stefnumótun fyrirtækis og út frá því mótuð markaðs- og vefstefna í samstarfi við lykilstarfsmenn. Nýtt vörumerki var teiknað, Ljósleiðarinn settur fram sem andlit fyrirtækisins, Gagnaveita Reykjavíkur færð fyrir aftan og nýr vefur smíðaður með kosmos & kaos vefstofunni. Vefurinn er hannaður af Guðmundi Bjarna Sigurðssyni og hlaut verðlaunin frumlegasti vefur ársins 2015 hjá SVEF. Hvíta Húsið endurmarkaði Ljósleiðarann og tók þátt í hönnun vefsins.

Fljótlega eftir nýjan vef var farið að smíða þjónustuvef endursöluaðila til að stórauka þjónustu við þá. Vefurinn er farinn í loftið og er í stöðugri þróun. 


Reykjavik sightseeing

Koala smíðaði vef Reykjavik Sightseeing, sem er nýtt íslenskt kynnisferðafélag sem fór af stað sumarið 2016. Vefurinn er byggður á Wordpress og hannaður og framleiddur af kosmos & kaos vefstofunni. Hann nýtir sér bókunarkerfið Bókun til að selja vörur sínar. Vefurinn er hannaður af Agli Harðarsyni.

Reykjavik_Sightseeing___Where_your_Iceland_starts_.png

Whale_Safari_Iceland.png

Whale safari

Koala hannaði og setti upp Whale Safari vefinn: whalesafari.is. Einnig kom Koala að vörumerkjaþróun og textagerð fyrir vörur. Whale Safari er hvalaskoðunarfélag með hrikalega hraða rib-báta. Ekki bara er skemmtilegra að vera á þessum hraða, heldur er einnig hvalaskoðunin sjálf styttri en þú sérð samt jafnmikið ef ekki meira (og nær) af hvölum.