Koala og kosmos & kaos hljóta SVEF verðlaun

Koala og kosmos & kaos hljóta SVEF verðlaun fyrir frumlegasta vef ársins 2016: Ljósleiðarinn.is.

Vefurinn er smíðaður fyrir Gagnaveitu Reykjavíkur og er hannaður af Guðmundi Sigurðssyni eiganda kosmos & kaos. 

Vefurinn er hannaður á sama tíma og vörumerki Gagnaveitunnar Ljósleiðarinn er endurmarkaður og gerður að andliti fyrirtækisins. Ljósleiðarinn er gæðasamband heimila og fyrirtækja á Íslandi. Hann veitir hágæða upplifun fyrir net, síma og sjónvarpsþjónustur.