Koala að kúra

Koala ráðgjöf er í raun one-man-show og vörumerki fyrir ráðsalann Atla Stefán Yngvason. Atli er reyndar duglegur að sækja sér aðstoð þegar hann þarf á henni að halda og vinnur vel með öðrum. 

Atli hefur verið í fjarskiptageiranum í alla vega 12 ár, eða frá árinu 2004 þegar hann byrjaði hjá Margmiðlun. Hann fylgdi svo með kaupunum þegar Og Vodafone keypti Margmiðlun. Hann var svo hjá Vodafone til ársins 2013 og var með næstum því jafnmörg störf og ár. Allt frá þjónustufulltrúa að vörustjóra. Hann hefur líka verið í ferðaþjónustu samhliða þessu og starfað sem flúðaleiðsögumaður og tæknistjóri Arctic Adventures. Síðasta fasta staða Atla var forstöðumaður vörustýringar og ferla á fjarskiptasviði 365 miðla. 

Atli stofnaði ásamt fjórum starfsmönnum Vodafone tæknibloggið Simon.is og er einn af blöðrurum Tæknivarp Kjarnans. Hann kann því bæði að tala og skrifa um tækni.